SIGRAÐU PRÓFIN
Námsráðgjafanir okkar gefa góð ráð fyrir prófa undirbúninginn.
Sunna og Helga
Það er rosalega gott að setja upp plan yfir það sem á að læra, gott að skrifa lista eða ná sér í app sem hjálpar við að halda utan um upplýsingar. Mjög gott að byrja á því sem manni finnst erfitt eða ekki nógu skemmtilegtog klára það fyrst og vinna svo verkefnin koll af kolli. Einnig gott að merkja við það sem er búið eða strika yfir svo sjáist svart á hvítu hverju maður hefur áorkað. Að vinna jafnt og þétt yfir önnina hljómar kannski klisjukennt en það er eitt besta ráðið sem við getum gefið til þess að ná árangri í náminu.
Hvernig tæklar maður prófkvíða
Hér er því miður ekki eitt einfalt svar eða töfralausn í boði. Gott er samt að hafa í huga að smávegis kvíði getur verið jákvæður. Hann ýtir manni af stað til þess að búa sig undir komandi verkefni. Ef kvíðinn er hinsvegar orðinn það mikill að hann veldur því að við komum okkur ekki af stað til þess að vinna verkefnin eða þannig að hann veldur andlegri og/eða líkamlegri vanlíðan þá er gott að leita aðstoðar hjá námsráðgjöfum og sálfræðingi í skólanum.
Hvernig verður maður góður námsmaður?
Til að verða góður námsmaður er mikilvægt að tileinka sér gróskuhugafar og þannig haft trú á því að maður geti alltaf gert betur. Góður námsmaður mætir vel í kennslustundir, einbeitir sér í tímum og biður um aðstoð ef eitthvað er óskýrt. Þá er mikilvægt að sinna heimanámi á hverjum degi og skila öllum verkefnum á réttum tíma. Það er í því mikilvægt að setja sér markmið ætli maður að ná góðum árangri.
Hvað skiptir mestu máli í prófunum ?
Það sem skiptir mestu máli í prófunum er að hafa sjipulag. Skipulag á því hvenær maður ætlar að læra og hvað hvað maður ætlar að fara yfir á hverjum tíma. Þá er mikilvægt að nærast vel, hreyfa sig og fá góðan svefn. Svo er líka bara að njóta þess aðeins að vera í prófum, þið eruð að klára önnina og svo er að stökkva í gott frí.





